KÍTÓN, félag kvenna í tónlist var stofnað árið 2012. hefur það að markmiði að auka sýnileika tónlistarkvenna á Íslandi og vinna að auknu jafnrétti í tónlistariðnaðinum.
Stjórnarkonur eru 9 talsins, með formanni og varaformanni. Tilgangur félagsins frá upphafi var að skapa jákvæða umræðu, samstöðu og samstarfsvettvang meðal kvenna í tónlist.
Félagið fer þvert á allar tónlistarstefnur, strauma, bakgrunn, menntun.
Einnig eru konur í félaginu sem starfa við tónlist sem umboðsmenn eða hafa atbeini eða starfa af tónlistargeiranum. Í dag eru rúmlega 300 félagskonur skráðar í félagið sem fer ört stækkandi.